Fyrirtæki

Sjáðu hvað viðskiptavinir hafa að segja um Gogga.

Ert þú nokkuð að missa af fréttum um hvað er verið að segja um fyrirtækið þitt, vörumerki, samkeppnisaðila, birgja eða þína stærstu viðskiptavini? Viltu öðlast dýpri skilning á markaðinum? Þá er Goggi með lausnir fyrir þig.

Goggi er íslensk fjölmiðlavakt sem hefur vaktað innlenda vefmiðla síðan 1. nóv 2017 og á þeim tíma lesið og greint 1.080.112 fréttir.

Á hverjum degi eru fluttur mikill fjöldi frétta og ef þú missir af mikilvægri umfjöllun sem snertir þitt fyrirtæki getur það reynst dýrkeypt. Sein og óundirbúin viðbrögð við fjölmiðlaumfjöllun geta skaðað orðspor fyrirtækisins. Með Gogga er hægt að fylgjast með umfjöllun um hvaða fyrirtæki og málefni sem er. Goggi getur sent þér tölvupóst um leið og orð sem þú vaktar birtist. Þannig tryggir þú góða yfirsýn yfir umfjöllun um málefnin sem þig varðar.

Ef þitt fyrirtæki kemur oft fyrir í fréttum er flókið að halda utan um þær fréttir sem skipta þig máli. Með fréttaskori Gogga er hægt að stilla að fá einungis tilkynningar í tölvupósti fyrir ákveðin fréttaskor - þ.e.a.s. sigta fréttir út eftir mikilvægi þeirra. Aðrar fréttir sem ekki uppná fréttaskorinu eru aðgengilegar á Tímalínunni á Goggi.is.

Hægt er að fá tilkynningar Gogga beint inn í viðskiptamannakerfi með xml/rss straumi og webhooks. Þannig getur Goggi nýst til þess að ýta tækifærum að viðskiptastjórum sem bera ábyrgð gagnvart völdum fyrirtækjum.

Einstök fjölmiðlavakt

  • Þú setur inn orð og Goggi fylgist með þessum orðum í fréttum fyrir þig.
  • Snjallari vaktanir þar sem hægt að setja inn mörg orð í sömu vöktun.
  • Goggi skilur íslensku. Beygingar orða trufla því ekki greiningu.
  • Tölvupóst tilkynningar í rauntíma gera þér kleift að bregðast við umræðu um þitt fyrirtæki meðan hún á sér stað.
  • Tölvupóstar sérsniðnir að farsímum með fyrirsögn fréttar, stuttum úrdrætti, mynd og tengil í fréttina.
  • Sjáðu hvernig umræðan þróast og berðu þig saman við samkeppnisaðila.
  • Hægt að senda tilkynningar á marga starfsmenn í þínu fyrirtæki sem eykur líkurnar á því að fyrr sé gripið í taumana.
  • Hámarksfjöldi tölvupósta á sólahring fyrir hverja vöktun svo boxið þitt fyllist ekki (stillanlegt).
  • Fréttaskor sem sýnir vægi vöktunar í frétt, t.d. ★★★★★ er mjög mikið vægi.
  • API tengingar inn í viðskiptamannakerfi með RSS/XML og webhooks býður upp á marga möguleika til snjallra lausna.
  • Tölfræði sem sýnir þér grafískt hvernig umræðan þróast.
  • Tímalína sem sýnir þér fréttir eftir fréttaskori.
  • Tilkynningar í símann með því að sækja app (RSS-lesara) að þínu vali.
  • Möguleiki á SMS sendingum að uppfylltum skilyrðum.
  • Hægt að fylgjast með Twitter og blog.is umræðu.
  • Mánaðaráskrift aðeins 2.999 kr með vsk.

Varstu búin(n) að kynna þér áskriftarleiðir Gogga?

Viltu prófa frítt í 30 daga án nokkurra skuldbindinga? Sendu póst á goggi@goggi.is og við setjum upp áskrift.